Ekkert barnaklám fannst í tölvum 17. ágúst 2005 00:01 Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Sjá meira
Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Sjá meira