2500 skráðir í maraþonið
Um 2500 manns hafa skráð sig til keppni í Reykjavíkurþaraþoninu sem þreytt verður á morgun í 22. sinn. Skráning fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog og henni lýkur klukkan 21 í kvöld. Um 600 erlendir keppendur hafa boðað komu sína. Þá ætla rúmlega 300 manns að hlaupa heilt maraþonhlaup.