Vonbrigði í Ungverjalandi 22. ágúst 2005 00:01 Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði." Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði."
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira