Færeyskur banki 24. ágúst 2005 00:01 Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. Þar er núna einstakt tækifæri fyrir okkur sem vitum allt um hvað gerðist á Íslandi síðustu árina að fara í tímaferðalag. Færeyjar 2005 eru Ísland 1995 eða jafnvel enn fyrr. Ég veit að Færeyingarnir eru stressaðir yfir því að útlendingar komi og kaupi allt í Færeyjum þegar þeir byrja að einkavæða. Þess vegna er sennilega skynsamlegt að reyna að finna Færeying sem hefur náð árangri erlendis og getur komið til baka forframaður og auðugur. Nærtækast er náttúrlega að setja sig í samband við Jákúp í Rúmfatalagernum. Hann hefur ekki farið hátt, en er geysilega öflugur. Búinn að reka þessar verslanir með glæsibrag undanfarin ár og á eflaust seðlabúnt undir Rúmfatalagerskoddanum sínum. Ég sé alveg fyrir mér að við mætum í sameiginlegu eignarhaldsfélagi, sem gæti til dæmis heitið Dalíla, og kaupum eitt stykki banka í Færeyjum. Síðan gerum við bara eins og Bjöggarnir. Setjum smá stuð í atvinnulífið í Færeyjum og dobblum verðið á bankanum. Þetta hefur reynst vel hér á landi. Björgólfsfeðgar hafa gert það rosalega gott á þessu og um leið hafa margir aðrir grætt. Af því að mér er annt um að vera ósýnilegur myndi ég svo senda Jákúp í öll viðtölin og opinberar athafnir þegar bankinn styrkti menningarstarfsemi og þvíumlíkt í Færeyjum. Þegar bankinn er kominn í höfn, þá förum við að makka með Þorsteini Má um sjávarútveginn, hagræðum hressilega eða seljum pakkann einhverjum ástríðuútgerðarkallinum í Færeyjum með skuldsettum kaupum. Bankinn mun auðvitað græða á öllu saman og fara að huga að útrás. Svo myndum við kaupa það sem eftir verður í Danmörku eftir kaup Íslendinga þar í landi. Ég held ég selji Jákúpi hugmyndina með því að það verði ekkert tiltökumál að kaupa móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins, Jysk sengetøjslager, af Lars Larson, þegar maður á færeyskan banka. Spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. Þar er núna einstakt tækifæri fyrir okkur sem vitum allt um hvað gerðist á Íslandi síðustu árina að fara í tímaferðalag. Færeyjar 2005 eru Ísland 1995 eða jafnvel enn fyrr. Ég veit að Færeyingarnir eru stressaðir yfir því að útlendingar komi og kaupi allt í Færeyjum þegar þeir byrja að einkavæða. Þess vegna er sennilega skynsamlegt að reyna að finna Færeying sem hefur náð árangri erlendis og getur komið til baka forframaður og auðugur. Nærtækast er náttúrlega að setja sig í samband við Jákúp í Rúmfatalagernum. Hann hefur ekki farið hátt, en er geysilega öflugur. Búinn að reka þessar verslanir með glæsibrag undanfarin ár og á eflaust seðlabúnt undir Rúmfatalagerskoddanum sínum. Ég sé alveg fyrir mér að við mætum í sameiginlegu eignarhaldsfélagi, sem gæti til dæmis heitið Dalíla, og kaupum eitt stykki banka í Færeyjum. Síðan gerum við bara eins og Bjöggarnir. Setjum smá stuð í atvinnulífið í Færeyjum og dobblum verðið á bankanum. Þetta hefur reynst vel hér á landi. Björgólfsfeðgar hafa gert það rosalega gott á þessu og um leið hafa margir aðrir grætt. Af því að mér er annt um að vera ósýnilegur myndi ég svo senda Jákúp í öll viðtölin og opinberar athafnir þegar bankinn styrkti menningarstarfsemi og þvíumlíkt í Færeyjum. Þegar bankinn er kominn í höfn, þá förum við að makka með Þorsteini Má um sjávarútveginn, hagræðum hressilega eða seljum pakkann einhverjum ástríðuútgerðarkallinum í Færeyjum með skuldsettum kaupum. Bankinn mun auðvitað græða á öllu saman og fara að huga að útrás. Svo myndum við kaupa það sem eftir verður í Danmörku eftir kaup Íslendinga þar í landi. Ég held ég selji Jákúpi hugmyndina með því að það verði ekkert tiltökumál að kaupa móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins, Jysk sengetøjslager, af Lars Larson, þegar maður á færeyskan banka. Spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira