Viðskipti innlent

On the road

KB bankamenn hafa staðið sig vel í bankakaupum, en áherslan á næstunni verður að selja banka. Ekki banka í heilu lagi, heldur mun forstjóri Kaupþingsbanka verða á fleygiferð í september að kynna bankann erlendum fjárfestum á svokölluðu "roadshowi". Verðmæti Kaupþingsbanka á markaði nálgast nú 400 milljarða sem er hálf landsframleiðsla og slík fyrirferð segir til sín á ekki stærri markaði. Það skiptir því bankann miklu að fá sterka erlenda fjárfesta í hluthafahópinn. Slíkar kynningar hafa oft tekist vel. Varanlegastur hefur árangurinn orðið af slíku starfi Össurar, en sem dæmi um önnur velheppnuð "roadshow" má nefna Oz og DeCode.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×