Marel aftur á heimaslóðir? 25. ágúst 2005 00:01 Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik. Marel hefur átt við erfið meiðsl að stríða á hné í sjö mánuði en vonast nú til þess að meiðslatímabilið sé að baki. "Ég á við brjóskeyðingu í hné að stríða og það er erfitt fyrir mig að þola álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður meðan þessi meiðsli lagast ekki. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en ég er þó farinn að æfa meira núna en ég gerði og vonandi fæ ég tækifæri á því að reyna mig í leikjum á næstunni." Marel er ánægður með lífið í Belgíu, þó staðan mætti vera betri í fótboltanum, en Íslendingarnir hjá Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, halda mikið hópinn. "Við spilum reglulega golf, þar sem hörð keppni fer fram okkar á milli. Ég reyni nú alltaf að standa mig þar þó ég hafi ekki getað beitt mér eins mikið og ég vildi á fótboltavellinum." Eftir nokkur ár, þar sem hann hefur lítið getað beitt sér vegna meiðsla, getur hann vel hugsað sér að koma heim og byggja sig upp að nýju. "Það kemur alveg til greina að koma heim þegar samningnum mínum lýkur, en það er ekki fyrr en næsta vor þegar keppnistímabilinu lýkur. Auðvitað væri gaman að fara í Breiðablik en ég hef ekkert heyrt af áhuga félaga á Íslandi á mér, enda er ég samningsbundinn Lokeren og hef ekki mikið verið að velta þessum málum fyrir mér. En það er ánægjulegt að Breiðablik skuli vera komið í efstu deild og ef það er mikill metnaður hjá félaginu á næstu leiktíð kemur vel til greina að spila með því, alveg eins og hverju öðru metnaðarfullu félagi." Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik. Marel hefur átt við erfið meiðsl að stríða á hné í sjö mánuði en vonast nú til þess að meiðslatímabilið sé að baki. "Ég á við brjóskeyðingu í hné að stríða og það er erfitt fyrir mig að þola álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður meðan þessi meiðsli lagast ekki. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en ég er þó farinn að æfa meira núna en ég gerði og vonandi fæ ég tækifæri á því að reyna mig í leikjum á næstunni." Marel er ánægður með lífið í Belgíu, þó staðan mætti vera betri í fótboltanum, en Íslendingarnir hjá Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, halda mikið hópinn. "Við spilum reglulega golf, þar sem hörð keppni fer fram okkar á milli. Ég reyni nú alltaf að standa mig þar þó ég hafi ekki getað beitt mér eins mikið og ég vildi á fótboltavellinum." Eftir nokkur ár, þar sem hann hefur lítið getað beitt sér vegna meiðsla, getur hann vel hugsað sér að koma heim og byggja sig upp að nýju. "Það kemur alveg til greina að koma heim þegar samningnum mínum lýkur, en það er ekki fyrr en næsta vor þegar keppnistímabilinu lýkur. Auðvitað væri gaman að fara í Breiðablik en ég hef ekkert heyrt af áhuga félaga á Íslandi á mér, enda er ég samningsbundinn Lokeren og hef ekki mikið verið að velta þessum málum fyrir mér. En það er ánægjulegt að Breiðablik skuli vera komið í efstu deild og ef það er mikill metnaður hjá félaginu á næstu leiktíð kemur vel til greina að spila með því, alveg eins og hverju öðru metnaðarfullu félagi."
Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira