Domino spil um Owen 25. ágúst 2005 00:01 Gerard Houllier knattspyrnustjóri Lyon hefur í hyggju að fá franska landsliðsmanninn Djibril Cisse hjá Liveprool til liðs við sig áður en félagaskiptagluginn á fótboltamarkaðnum lokar nú um mánaðarmótin. Þetta fullyrða enskir fjölmiðlar í dag og rekja röð atriða sem púsla dæminu saman og snúast um að hjálpa Michael Owen að komast aftur til Liverpool og má ennfremur rekja til kaupa Chelsea á miðjumanninum Michael Essien frá Lyon á dögunum. Liverpool er talið vera reiðubúið að selja Cisse sem hefur ekki ennþá náð að sýna sitt rétta andlit frá því hann steig upp úr erfiðum meiðslum í lok síðasta tímabils. Megin ástæðan er þó sú að Liverpool býðst að fá fyrrum sóknarmann liðsins, Michael Owen til baka frá Real Madrid. Real Madrid samþykkti í gær að talið er vera 16 miljóna punda tilboð í Owen frá Newcastle og er málið nú algerlega í höndum sóknarmannsins. Owen hefur hins vegar dregið á langinn að svara Newcastle þar sem hann vill frekar snúa aftur til sína gamla félags. Hann vonast nú til þess að tilboð berist í tíma frá Liverpool sem mun einmitt eiga pening og pláss fyrir hann selji félagið Cisse til Lyon. Lyon á sand af seðlum eftir söluna á Essien og er sagt reiðubúið að greiða nálægt þeim 14 mlljónum punda sem Liverpool borgaði Auxerre fyrir Cisse fyrir rúmu ári. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool er þó afar tregur að tjá sig um Owen þar sem hann vill ekki trufla leikmenn sína með slíku umræðuefni fyrir Supercup Evrópuleikinn gegn CSKA Moskvu á morgun föstudag. Það má því leiða að því líkur að Domino spilið muni rúlla af stað eftir þann leik Evrópumeistaranna og meistara félagsliða (CSKA) og Owen verði jafnvel aftur kominn heim til Anfield um helgina. Enski boltinn Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Gerard Houllier knattspyrnustjóri Lyon hefur í hyggju að fá franska landsliðsmanninn Djibril Cisse hjá Liveprool til liðs við sig áður en félagaskiptagluginn á fótboltamarkaðnum lokar nú um mánaðarmótin. Þetta fullyrða enskir fjölmiðlar í dag og rekja röð atriða sem púsla dæminu saman og snúast um að hjálpa Michael Owen að komast aftur til Liverpool og má ennfremur rekja til kaupa Chelsea á miðjumanninum Michael Essien frá Lyon á dögunum. Liverpool er talið vera reiðubúið að selja Cisse sem hefur ekki ennþá náð að sýna sitt rétta andlit frá því hann steig upp úr erfiðum meiðslum í lok síðasta tímabils. Megin ástæðan er þó sú að Liverpool býðst að fá fyrrum sóknarmann liðsins, Michael Owen til baka frá Real Madrid. Real Madrid samþykkti í gær að talið er vera 16 miljóna punda tilboð í Owen frá Newcastle og er málið nú algerlega í höndum sóknarmannsins. Owen hefur hins vegar dregið á langinn að svara Newcastle þar sem hann vill frekar snúa aftur til sína gamla félags. Hann vonast nú til þess að tilboð berist í tíma frá Liverpool sem mun einmitt eiga pening og pláss fyrir hann selji félagið Cisse til Lyon. Lyon á sand af seðlum eftir söluna á Essien og er sagt reiðubúið að greiða nálægt þeim 14 mlljónum punda sem Liverpool borgaði Auxerre fyrir Cisse fyrir rúmu ári. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool er þó afar tregur að tjá sig um Owen þar sem hann vill ekki trufla leikmenn sína með slíku umræðuefni fyrir Supercup Evrópuleikinn gegn CSKA Moskvu á morgun föstudag. Það má því leiða að því líkur að Domino spilið muni rúlla af stað eftir þann leik Evrópumeistaranna og meistara félagsliða (CSKA) og Owen verði jafnvel aftur kominn heim til Anfield um helgina.
Enski boltinn Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira