Áherslan verður lögð á varnarleik 27. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau." Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau."
Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira