Eiður sætti sig ekki við jafntefli 2. september 2005 00:01 Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undankeppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. "Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlinum, svo að það segir allt um getu þeirra," segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigrandi. "Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leiknum en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann," segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikjum en kveðst engu að síður í toppformi - og hungraður í að spila. "Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því," segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. "Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleikmenn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur," segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. "Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning." Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undankeppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. "Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlinum, svo að það segir allt um getu þeirra," segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigrandi. "Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leiknum en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann," segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikjum en kveðst engu að síður í toppformi - og hungraður í að spila. "Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því," segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. "Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleikmenn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur," segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. "Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning."
Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira