Hörð átök milli lækna og stjórnar 7. september 2005 00:01 Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira