Leikjum lokið í ensku 10. september 2005 00:01 Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira
Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira