Töpuðu á marki í uppbótartíma 13. september 2005 00:01 Valsstúlkur töpuðu fyrsta leik sínum í 2. umferð Evrópukeppni kvenna í fótbolta í kvöld fyrir sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö, 1-2. Sænska liðið skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram í uppbótartíma og markið var mjög umdeilt. Laufey Ólafsdóttir skoraði mark Vals í fyrri hálfleik og jafnaði þá leikinn. "Ég hefði ekki trúað því að ég yrði svona svekkt að tapa fyrir þessu sterka liði en við áttum svo sannarlega ekki skilið að tapa þessum leik. Við vorum búin að fá þrjú góð færi þegar þær komast yfir gegn gangi leiksins og áttum síðan að skora og komast yfir rétt fyrir leikhlé. Sigurmarkið þeirra er síðan greinilegt rangstöðumark sem gerir þetta enn meira svekkjandi sérstaklega þar sem þetta var eina færið þeirra í seinni hálfleik," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals eftir leikinn en sænska liðið leikur á heimavelli í þessum riðli. Elísabet þurfti að horfa á eftir fyrirliða sínum upp á sjúkrahús þegar 20 mínútur voru eftir en Íris Andrésdóttir rotaðist þá eftir samstuð og óvíst er um framhaldið hjá henni í keppninni. Næsti leikur Valsliðsins er gegn serbneska liðinu Nis á fimmtudaginn. "Eftir að hafa séð þessi lið þá er ljóst að við eigum möguleika á að komast áfram en við megum ekki við að missa fleiri leikmenn," segir Elísabet en Valur er án Dóru Maríu Lárusdóttir sem er farin í nám til bandaríkjanna og þá er óvist hvort Íris verði meira með. "Tækifærið er fyrir hendi en ég hef mestar áhyggjur af því að þreyta eftir tímabilið komi til að reynast okkar erfiðasti andstæðingur," sagði Elísabet að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Sjá meira
Valsstúlkur töpuðu fyrsta leik sínum í 2. umferð Evrópukeppni kvenna í fótbolta í kvöld fyrir sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö, 1-2. Sænska liðið skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram í uppbótartíma og markið var mjög umdeilt. Laufey Ólafsdóttir skoraði mark Vals í fyrri hálfleik og jafnaði þá leikinn. "Ég hefði ekki trúað því að ég yrði svona svekkt að tapa fyrir þessu sterka liði en við áttum svo sannarlega ekki skilið að tapa þessum leik. Við vorum búin að fá þrjú góð færi þegar þær komast yfir gegn gangi leiksins og áttum síðan að skora og komast yfir rétt fyrir leikhlé. Sigurmarkið þeirra er síðan greinilegt rangstöðumark sem gerir þetta enn meira svekkjandi sérstaklega þar sem þetta var eina færið þeirra í seinni hálfleik," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals eftir leikinn en sænska liðið leikur á heimavelli í þessum riðli. Elísabet þurfti að horfa á eftir fyrirliða sínum upp á sjúkrahús þegar 20 mínútur voru eftir en Íris Andrésdóttir rotaðist þá eftir samstuð og óvíst er um framhaldið hjá henni í keppninni. Næsti leikur Valsliðsins er gegn serbneska liðinu Nis á fimmtudaginn. "Eftir að hafa séð þessi lið þá er ljóst að við eigum möguleika á að komast áfram en við megum ekki við að missa fleiri leikmenn," segir Elísabet en Valur er án Dóru Maríu Lárusdóttir sem er farin í nám til bandaríkjanna og þá er óvist hvort Íris verði meira með. "Tækifærið er fyrir hendi en ég hef mestar áhyggjur af því að þreyta eftir tímabilið komi til að reynast okkar erfiðasti andstæðingur," sagði Elísabet að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Sjá meira