Mourinho hrósaði Lampard

Jose Mourinho, knattspyrnustjór Chelsea, sá ástæðu til að hrósa miðjumanni sínum Frank Lampard í gær, eftir að Chelsea lagði Anderlecht í Meistaradeildinni 1-0, án þess að vera tiltölulega sannfærandi í leiknum. "Frank er ekkert að velta sér upp úr gagnrýni og ef þið skoðið markaskorun hans, hefur hann skorað fleiri mörk á þessum tímapunkti í ár en í fyrra. Ég er ekkert að velta mér uppúr því hvað hann er að gera með landsliðinu ef hann er að standa sig með Chelsea og það hefur hann gert," sagði Mourinho