Ég, Davíð og Austurríki 14. september 2005 00:01 Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira