Skuldir heimilanna vaxið um 19% 15. september 2005 00:01 Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. Margir hafa nýtt sér þann kost eftir að bankarnir fóru að bjóða ný húsnæðislán, að endurfjármagna gömul lán í húsnæðiskerfi bankanna og lækka greiðslubyrði sína til muna. Það hefur þó síst dregið úr yfirdráttarlánunum sem eru ein dýrustu lán sem fólk getur tekið og bera tæplega nítján prósent vexti. Heimilin skulduðu 966,5 milljarða í júní en 813 milljarða á sama tíma fyrir rúmu ári. Skuldirnar hafa því vaxið um 157 milljarða, eða nítján prósent. Af þessum skuldum heimilanna voru rúmir 67 milljarðar yfirdráttarlán. Upphæðin sveiflast allmikið milli mánaða til hækkunar og lækkunar. Alþýðusambandið hefur þó reiknað út að yfirdráttarlán heimilanna séu nú rúmum ellefu prósentum hærri en þau voru þegar þau lækkuðu mest út af nýju húsnæðislánunum. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna jafn mikla skuldasöfnun á jafn löngum tíma. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þessa útlánaþróun mikið áhyggjuefni. Hún sé óhófleg og bankinn hafi haft áhyggjur af máinu í þónokkurn tíma. Hún torveldi hagstjórn og sé mikill verðbólguvaldur. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari upp undir átta prósent árið 2007. Viðskiptahallinn aukist einnig hratt og stefni í þrettán prósent á þessu ári og enn meira á næsta ári. Þetta þrýsti á lækkun krónunnar sem að öllum líkindum lækki um allt að fjórðung á næstu tveimur árum. Eiríkur segir að Seðlabankinn geri sitt besta til að ná sínu verðbólgumarkmiði sem sé 2,5 prósent til lengdar. Það sé hins vegar áhyggjuefni ef einhver trúi því að verðbólgan verði átta prósent eða meiri. Eiríkur segist þó ekki leggja trúnað á það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. Margir hafa nýtt sér þann kost eftir að bankarnir fóru að bjóða ný húsnæðislán, að endurfjármagna gömul lán í húsnæðiskerfi bankanna og lækka greiðslubyrði sína til muna. Það hefur þó síst dregið úr yfirdráttarlánunum sem eru ein dýrustu lán sem fólk getur tekið og bera tæplega nítján prósent vexti. Heimilin skulduðu 966,5 milljarða í júní en 813 milljarða á sama tíma fyrir rúmu ári. Skuldirnar hafa því vaxið um 157 milljarða, eða nítján prósent. Af þessum skuldum heimilanna voru rúmir 67 milljarðar yfirdráttarlán. Upphæðin sveiflast allmikið milli mánaða til hækkunar og lækkunar. Alþýðusambandið hefur þó reiknað út að yfirdráttarlán heimilanna séu nú rúmum ellefu prósentum hærri en þau voru þegar þau lækkuðu mest út af nýju húsnæðislánunum. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna jafn mikla skuldasöfnun á jafn löngum tíma. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þessa útlánaþróun mikið áhyggjuefni. Hún sé óhófleg og bankinn hafi haft áhyggjur af máinu í þónokkurn tíma. Hún torveldi hagstjórn og sé mikill verðbólguvaldur. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari upp undir átta prósent árið 2007. Viðskiptahallinn aukist einnig hratt og stefni í þrettán prósent á þessu ári og enn meira á næsta ári. Þetta þrýsti á lækkun krónunnar sem að öllum líkindum lækki um allt að fjórðung á næstu tveimur árum. Eiríkur segir að Seðlabankinn geri sitt besta til að ná sínu verðbólgumarkmiði sem sé 2,5 prósent til lengdar. Það sé hins vegar áhyggjuefni ef einhver trúi því að verðbólgan verði átta prósent eða meiri. Eiríkur segist þó ekki leggja trúnað á það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira