Innlent

Staðið verði við ákvörðunina

Samband ungra framsóknarmanna tók í gærkvöldi undir þá ályktun landsþings Landssambands framsóknarkvenna í gær að staðið verði við þá ákvörðun, sem Halldór Ásgrímsson greindi frá á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna fyrir helgi, að standa beri við fyrri ákvarðanir um framboð Íslendinga til setu í öryggisráðinu árin 2009-2010. Fram er komið að Halldór ráðfærði sig ekki við þingflokkinn áður en hann gaf þessa yfirlýsingu og Fréttablaðið greinir frá því að vaxandi óánægja sé með starfshætti formannsins, sem rekja megi aftur til þess þegar hann og Davíð Oddsson tóku einir ákvörðun um að styðja formlega innrásina í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×