Guðmundur byrjar vel með Fram 21. september 2005 00:01 Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll. Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira