Finnur sig vel á heimaslóðunum 25. september 2005 00:01 Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira