Ungu stelpurnar standa sig vel 28. september 2005 00:01 Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira