Sport

Haukar í eldlínunni um helgina

Karlalið Hauka mætir danska úrvalsdeildarliðinu Århus GF í C-riðli meistaradeildar Evrópu á laugardaginn kl. 16:00 á Ásvöllum. Århus GF er eitt sterkasta lið Danmerkur en það lenti í öðru sæti á síðustu leiktíð. Liðið er undir stjórn hins þekkta þjálfara Erik Veje Rasmussen, leikmanni danska landliðsins til margra ára og fyrrverandi þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Með liðinu leikur Íslendingurinn Sturla Ásgeirsson. Århus GF byrjuðu leiktíðina nokkuð illa, nokkrir lykilleikmenn áttu við meiðsli að stríða en liðið hefur unnið góða sigra að undanförnu. Liðið hefur ekki mikla reynslu af þátttöku í Evrópukeppni en liðið tók þátt í Evrópukeppni félagsliða fyrir tveimur árum og var þá slegið út af rússneska stórliðinu Dynamo Astrakhan. Ljóst er að um hörkuleik verður að ræða og mikilvægt er að áhorfendur styðji vel við bakið á heimaliðinu. Kvennalið Hauka mætir svissneska liðinu St. Otmar í annarri umferð EHF keppninnar um helgina. Báðar viðureignir liðanna fara fram á Ásvöllum. Fyrri leikurinn fer fram á laugardag kl. 18:30 en seinni leikurinn á sunnudag kl. 17:00. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×