Haukar í eldlínunni í dag 30. september 2005 00:01 Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja. "Århus GF spilar hraðan handbolta og það er eiginlega alltaf skoruð mörg mörk í leikjum liðsins. Markvarslan og varnarleikurinn verða að vera í góðu lagi. Möguleikar Hauka felast fyrst og fremst í því að vera grimmir í vörninni og þora svo að sækja hratt þegar færi gefst. Ég hef fulla trú á Haukum þó að Århus GF sé óneitanlega sterkt lið." Einn Íslendingur leikur nú með Århus GF en það er hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson, en hann lék með ÍR áður en hann hélt utan fyrir rúmlega einu ári. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, segir leikmenn sína vera óhrædda og staðráðna í því að standa sig vel. "Danskur handbolti er mjög hraður og skemmtilegur og ef við ætlum að standa okkur gegn Århus GF þarf einbeiting leikmanna að vera í góðu lagi. Hún hefur ekki verið nógu góð í öllum leikjunum í DHL-deildinni en hefur þó batnað með hverjum leiknum. Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun í hópnum og þetta á eftir að verða hörkuleikur." Kvennalið Hauka keppir tvo leiki gegn svissneska liðinu St. Otmar um helgina og fer fyrri leikurinn fram í dag á Ásvöllum. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður í liði Hauka, vonast til þess að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina. "Við vitum nú ekki alveg hverju við eigum von á og því verðum við að vera einbeittar þegar í leikinn er komið. Við hlökkum mikið til þess að spila þessa leiki og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í báðum leikjunum. Vonandi fjölmenna stuðningsmenn okkar á leikinn." Íslenski handboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja. "Århus GF spilar hraðan handbolta og það er eiginlega alltaf skoruð mörg mörk í leikjum liðsins. Markvarslan og varnarleikurinn verða að vera í góðu lagi. Möguleikar Hauka felast fyrst og fremst í því að vera grimmir í vörninni og þora svo að sækja hratt þegar færi gefst. Ég hef fulla trú á Haukum þó að Århus GF sé óneitanlega sterkt lið." Einn Íslendingur leikur nú með Århus GF en það er hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson, en hann lék með ÍR áður en hann hélt utan fyrir rúmlega einu ári. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, segir leikmenn sína vera óhrædda og staðráðna í því að standa sig vel. "Danskur handbolti er mjög hraður og skemmtilegur og ef við ætlum að standa okkur gegn Århus GF þarf einbeiting leikmanna að vera í góðu lagi. Hún hefur ekki verið nógu góð í öllum leikjunum í DHL-deildinni en hefur þó batnað með hverjum leiknum. Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun í hópnum og þetta á eftir að verða hörkuleikur." Kvennalið Hauka keppir tvo leiki gegn svissneska liðinu St. Otmar um helgina og fer fyrri leikurinn fram í dag á Ásvöllum. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður í liði Hauka, vonast til þess að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina. "Við vitum nú ekki alveg hverju við eigum von á og því verðum við að vera einbeittar þegar í leikinn er komið. Við hlökkum mikið til þess að spila þessa leiki og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í báðum leikjunum. Vonandi fjölmenna stuðningsmenn okkar á leikinn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira