Erlingur hættur að þjálfa 30. september 2005 00:01 "Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn. Aðstoðarmaður hans, Kristinn Guðmundsson, tekur við sem aðalþjálfari en þeir hafa unnið náið saman og því verða engar breytingar á leikskipulagi eða æfingum liðsins. ÍBV missti nánast allt byrjunarlið sitt frá síðustu leiktíð þegar Eyjamenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka en þurftu að lúta í parket. ÍBV var spáð lélegu gengi í vetur. Eyjamenn töpuðu tveimur fyrstum leikjunum á leiktíðinni afar illa gegn HK og ÍR en sigruðu Víking/Fjölni í síðustu umferð. Eini leikmaðurinn sem eftir er úr byrjunarliði síðasta vetrar, línumaðurinn Svavar Vignisson, hefur hins vegar verið meiddur og ekkert spilað og þar sem Kári Kristjánsson fór í Hauka hefur ÍBV verið í vandræðum með þessa stöðu. Erlingur lék á línunni á sínum tíma með ÍBV og reyndar nokkra leiki á síðustu leiktíð, aðallega í vörninni. Hann ákvað að taka fram skóna og vildi fyrst og fremst einbeita sér að því en láta Kristin sjá um þjálfunina."Við gerum þetta allt markvissara með þessum hætti og allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég mun aðallega spila í vörninni til að byrja með og fikra mig áfram í sóknarleiknum. Ég lagði þetta fyrst til fyrir mánuði síðan að gera þetta svona þegar ég sá hvert stefndi. En við ákváðum að sjá aðeins til en þar sem Svavar hefur ekkert verið með í fyrstu leikjunum var kýlt á þetta núna," segir Erlingur. ÍBV fékk fjóra nýja útlenda leikmenn fyrir leiktíðina en þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Erlingur segir að þeir séu allir að koma til og ekki standi til að segja upp samningum við þá. "Það tekur því ekki að fá nýja útlendinga því þá þyrftum við að byrja allt upp á nýtt auk þess sem þetta kostar sitt. Við erum með algjörlega nýtt lið og reyndar er spurning hvort við getum dregið fleiri gamlar kempur á flot en mig," sagði Erlingur og átti þar m.a. við Björgvin Rúnarsson. Næsti leikur ÍBV er gegn Leikni í bikarnum á morgun. Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Sjá meira
"Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn. Aðstoðarmaður hans, Kristinn Guðmundsson, tekur við sem aðalþjálfari en þeir hafa unnið náið saman og því verða engar breytingar á leikskipulagi eða æfingum liðsins. ÍBV missti nánast allt byrjunarlið sitt frá síðustu leiktíð þegar Eyjamenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka en þurftu að lúta í parket. ÍBV var spáð lélegu gengi í vetur. Eyjamenn töpuðu tveimur fyrstum leikjunum á leiktíðinni afar illa gegn HK og ÍR en sigruðu Víking/Fjölni í síðustu umferð. Eini leikmaðurinn sem eftir er úr byrjunarliði síðasta vetrar, línumaðurinn Svavar Vignisson, hefur hins vegar verið meiddur og ekkert spilað og þar sem Kári Kristjánsson fór í Hauka hefur ÍBV verið í vandræðum með þessa stöðu. Erlingur lék á línunni á sínum tíma með ÍBV og reyndar nokkra leiki á síðustu leiktíð, aðallega í vörninni. Hann ákvað að taka fram skóna og vildi fyrst og fremst einbeita sér að því en láta Kristin sjá um þjálfunina."Við gerum þetta allt markvissara með þessum hætti og allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég mun aðallega spila í vörninni til að byrja með og fikra mig áfram í sóknarleiknum. Ég lagði þetta fyrst til fyrir mánuði síðan að gera þetta svona þegar ég sá hvert stefndi. En við ákváðum að sjá aðeins til en þar sem Svavar hefur ekkert verið með í fyrstu leikjunum var kýlt á þetta núna," segir Erlingur. ÍBV fékk fjóra nýja útlenda leikmenn fyrir leiktíðina en þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Erlingur segir að þeir séu allir að koma til og ekki standi til að segja upp samningum við þá. "Það tekur því ekki að fá nýja útlendinga því þá þyrftum við að byrja allt upp á nýtt auk þess sem þetta kostar sitt. Við erum með algjörlega nýtt lið og reyndar er spurning hvort við getum dregið fleiri gamlar kempur á flot en mig," sagði Erlingur og átti þar m.a. við Björgvin Rúnarsson. Næsti leikur ÍBV er gegn Leikni í bikarnum á morgun.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Sjá meira