Pressan er öll á Liverpool 1. október 2005 00:01 Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira
Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira