Stór stund fyrir Daða 4. október 2005 00:01 "Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverjum á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Noregi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.Daði sagði að hann væri að uppskera eftir mikið erfiði. "Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum. Kristján Finnbogason, markvörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað landsleik í sjö ár og verið varamarkvörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrrahaust. "Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei," sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær aðeins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október nk. Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meiddur og Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland. Íslenski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
"Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverjum á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Noregi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.Daði sagði að hann væri að uppskera eftir mikið erfiði. "Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum. Kristján Finnbogason, markvörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað landsleik í sjö ár og verið varamarkvörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrrahaust. "Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei," sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær aðeins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október nk. Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meiddur og Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland.
Íslenski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira