Haukar lögðu HK 6. október 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna. Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira