Værukær varnarleikur í Varsjá 7. október 2005 00:01 Það vantaði fjölmarga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær og því kjörið tækifæri fyrir aðra til að sanna sig. Sumir nýttu það tækifæri ágætlega en aðrir miður vel. Pólska liðið er að gera frábæra hluti í undankeppni HM og það er enginn skömm að því að tapa naumlega fyrir þessu liði. Leikur íslenska liðsins gekk upp að mörgu leyti en eins og venjulega varð ömurlegur varnarleikur liðinu að falli. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið og það nýtti sér vel hversu kærulausir varnarmenn Póllands voru í upphafi leiksins. Kristján Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir að vinstri bakvörður pólska liðsins hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum síðar var komið að íslensku vörninni að leggja sig og Krzynowek var ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Íslenska liðið neitaði að gefast upp og Hannes Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 38. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Ísland leiddi í leikhléi en Pólverjar jöfnuðu leikinn með ódýru marki á 57. mínútu. Þá var brotið á Indriða Sigurðssyni í teignum og fyrir vikið fékk Basczynski nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig í teignum og skora. 25 mínútum fyrir leikslok kom síðan náðarhöggið. Þá ætlaði Indriði að spila Smolarek rangstæðan en Auðun Helgason spilaði hann réttstæðan og eftirleikurinn var auðveldur. Ákaflega klaufalegt og enn eina ferðina hafði íslenska landsliðið fengið á sig þrjú mörk. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var frammistaða Hannesar Sigurðssonar sem skoraði gott mark, hélt boltanum vel og skilaði honum einnig vel frá sér. Hann sýndi og sannaði í leiknum að hann á skilið fleiri tækifæri með A-liðinu en frammistaða Heiðars Helgusonar í síðustu leikjum hefur ekki verðskuldað sæti í byrjunarliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Það vantaði fjölmarga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær og því kjörið tækifæri fyrir aðra til að sanna sig. Sumir nýttu það tækifæri ágætlega en aðrir miður vel. Pólska liðið er að gera frábæra hluti í undankeppni HM og það er enginn skömm að því að tapa naumlega fyrir þessu liði. Leikur íslenska liðsins gekk upp að mörgu leyti en eins og venjulega varð ömurlegur varnarleikur liðinu að falli. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið og það nýtti sér vel hversu kærulausir varnarmenn Póllands voru í upphafi leiksins. Kristján Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir að vinstri bakvörður pólska liðsins hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum síðar var komið að íslensku vörninni að leggja sig og Krzynowek var ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Íslenska liðið neitaði að gefast upp og Hannes Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 38. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Ísland leiddi í leikhléi en Pólverjar jöfnuðu leikinn með ódýru marki á 57. mínútu. Þá var brotið á Indriða Sigurðssyni í teignum og fyrir vikið fékk Basczynski nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig í teignum og skora. 25 mínútum fyrir leikslok kom síðan náðarhöggið. Þá ætlaði Indriði að spila Smolarek rangstæðan en Auðun Helgason spilaði hann réttstæðan og eftirleikurinn var auðveldur. Ákaflega klaufalegt og enn eina ferðina hafði íslenska landsliðið fengið á sig þrjú mörk. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var frammistaða Hannesar Sigurðssonar sem skoraði gott mark, hélt boltanum vel og skilaði honum einnig vel frá sér. Hann sýndi og sannaði í leiknum að hann á skilið fleiri tækifæri með A-liðinu en frammistaða Heiðars Helgusonar í síðustu leikjum hefur ekki verðskuldað sæti í byrjunarliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira