Sport

Enn eitt tapið hjá FH

Hrakfarir FHinga halda áfram í DHL-deild karla, en í dag tapaði liðið fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum, þar sem úrslitin réðust með dramatískum hætti á lokasekúndunum. Eftir að FH hafði forystu 16-15 í hálfleik, sigur heimamenn fram úr í síðari hálfleiknum og skoruðu sigurmarkið tveimur sekúndum fyrir leikslok. Það var Michal Dostalík sem skoraði sigurmark ÍBV af línunni í blálokin og heimamenn fögnuðu ákaft, en FHingar hafa enn ekki náð að sigra í deildinni - hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Mladen Cacic var atkvæðamestur í liði ÍBV og skoraði 10 mörk, en Davíð Þór Óskarsson skoraði 8 mörk, þar af 6 úr vítaköstum. Björgvin Páll Gústavsson varði 19 skot í markinu. Hjá FH var Andri Berg Haraldsson 7 mörk og Valur Örn Arnarsson og Hjörtur Hinriksson skoruðu 5 mörk hvor. Magnús Sigmundsson varði 14 skot í markinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×