Erlent

Pinter fékk Nóbelsverðlaun

Breska leikritaskáldið Harold Pinter hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels þetta árið. Valið kom heldur á óvart og Pinter sjálfum varð víst orða vant við fréttirnar, en það ku ekki gerast oft. Upphaflega stóð til tilkynna um verðlaunahafann fyrir viku en það dróst vegna deilna í úthlutunarnefndinni. Mörg leikrita Pinters hafa verið sýnd hérlendis, nú síðast Svik sem leikhópurinn Á senunni setti upp í samvinnu við Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. Pinter er sjötíu og fimm ára og hefur skrifað yfir þrjátíu leikrit. Hann er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og segja stjórnvöldum til syndanna, en það geta víst allir orðið kjaftstopp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×