Mourinho hrósað fyrir Eið Smára 16. október 2005 00:01 Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira