Hannes verður forstjóri FL Group 23. október 2005 17:57 Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group vegna „áherslubreytinga hjá félaginu" eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hannes Smárason stjórnarformaður hefur verið ráðinn forstjóri í stað Ragnhildar. Í tilkynningu stjórnar FL Group segir orðrétt: Á fundi stjórnar í morgun var ákveðið að gera grundvallarbreytingar á skipulagi FL Group, þannig að fjárfestingarstarfsemi mun verða aðalverkefni þess. Hannes Smárason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Fjárfestingar félagsins munu falla undir þrjú svið, eitt svið, sem sérhæfir sig í rekstrar-, yfirtöku-, og umbreytingarverkefnum (Private Equity) sem Jón Sigurðsson stýrir, annað sem mun annast eignastýringu og fjárfestingar (Asset Management and Portfolio Investments) sem Albert Jónsson stýrir og hið þriðja sem annast kaup, sölu og leigu á alþjóðlegum flugvélamarkaði undir stjórn Halldórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Icelease.Samhliða framangreindum breytingum hefur verið ákveðið að skipta flug- og ferðatengdum rekstri FL Group í tvö aðskilin dótturfélög. Undir annað þeirra, Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flugrekstur, þ.e. Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir-Icelandic, Bláfugl, Flugflutningar, Icelandair Technical Services og Icelandair Ground Services. Velta þessara félaga er samtals um 35 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 2.000. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. "Þetta verður gríðarlega skemmtilegt og spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það ásamt frábæru starfsfólki fyrirtækisins. Þetta eru sterk og vaxandi fyrirtæki", segir Jón Karl Ólafsson.Þau fyrirtæki sem annast ferðaþjónustu hér á Íslandi, þ.e. Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða, munu heyra undir FL Travel Group og hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá FL Group verið ráðinn forstjóri þess. Velta þessara félaga er samtals um 11 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 500. "Hér er verið að steypa saman í eitt félag sterkum og sjálfstæðum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að annast ferðaþjónustu á Íslandi. Hugmyndin er ekki að sameina þau rekstrarlega, heldur að styrkja þau og efla hvert í sínu lagi og ég hlakka til þess að vinna með stjórnendum og starfsfólki að því verkefni", segir Þorsteinn Örn Guðmundsson."Þessar breytingar eru gerðar til að framkalla skarpari áherslu á reksturinn í þessum félögum. Til verða öflug félög hvort á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Enn frekar er skilið á milli rekstrarfélaga og fjárfestingarstarfseminnar en verið hefur", segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group.Í kjölfar ofangreindra breytinga á skipulagi FL Group hefur orðið að samkomulagi að Ragnhildur Geirsdóttir láti af störfum sem forstjóri félagsins. "Í ljósi áherslubreytinga hjá félaginu er það samkomulag á milli mín og stjórnar félagsins að leiðir skilja á þessum tímapunkti. Undanfarin ár hafa verið mjög áhugaverður umbrotatími hjá félaginu og reksturinn og afkoman með allra besta móti. Ég þakka öllu því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu fyrir ánægjulegt samstarf og óska því og félaginu alls hins besta," segir Ragnhildur Geirsdóttir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group vegna „áherslubreytinga hjá félaginu" eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hannes Smárason stjórnarformaður hefur verið ráðinn forstjóri í stað Ragnhildar. Í tilkynningu stjórnar FL Group segir orðrétt: Á fundi stjórnar í morgun var ákveðið að gera grundvallarbreytingar á skipulagi FL Group, þannig að fjárfestingarstarfsemi mun verða aðalverkefni þess. Hannes Smárason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Fjárfestingar félagsins munu falla undir þrjú svið, eitt svið, sem sérhæfir sig í rekstrar-, yfirtöku-, og umbreytingarverkefnum (Private Equity) sem Jón Sigurðsson stýrir, annað sem mun annast eignastýringu og fjárfestingar (Asset Management and Portfolio Investments) sem Albert Jónsson stýrir og hið þriðja sem annast kaup, sölu og leigu á alþjóðlegum flugvélamarkaði undir stjórn Halldórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Icelease.Samhliða framangreindum breytingum hefur verið ákveðið að skipta flug- og ferðatengdum rekstri FL Group í tvö aðskilin dótturfélög. Undir annað þeirra, Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flugrekstur, þ.e. Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir-Icelandic, Bláfugl, Flugflutningar, Icelandair Technical Services og Icelandair Ground Services. Velta þessara félaga er samtals um 35 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 2.000. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. "Þetta verður gríðarlega skemmtilegt og spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það ásamt frábæru starfsfólki fyrirtækisins. Þetta eru sterk og vaxandi fyrirtæki", segir Jón Karl Ólafsson.Þau fyrirtæki sem annast ferðaþjónustu hér á Íslandi, þ.e. Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða, munu heyra undir FL Travel Group og hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá FL Group verið ráðinn forstjóri þess. Velta þessara félaga er samtals um 11 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 500. "Hér er verið að steypa saman í eitt félag sterkum og sjálfstæðum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að annast ferðaþjónustu á Íslandi. Hugmyndin er ekki að sameina þau rekstrarlega, heldur að styrkja þau og efla hvert í sínu lagi og ég hlakka til þess að vinna með stjórnendum og starfsfólki að því verkefni", segir Þorsteinn Örn Guðmundsson."Þessar breytingar eru gerðar til að framkalla skarpari áherslu á reksturinn í þessum félögum. Til verða öflug félög hvort á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Enn frekar er skilið á milli rekstrarfélaga og fjárfestingarstarfseminnar en verið hefur", segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group.Í kjölfar ofangreindra breytinga á skipulagi FL Group hefur orðið að samkomulagi að Ragnhildur Geirsdóttir láti af störfum sem forstjóri félagsins. "Í ljósi áherslubreytinga hjá félaginu er það samkomulag á milli mín og stjórnar félagsins að leiðir skilja á þessum tímapunkti. Undanfarin ár hafa verið mjög áhugaverður umbrotatími hjá félaginu og reksturinn og afkoman með allra besta móti. Ég þakka öllu því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu fyrir ánægjulegt samstarf og óska því og félaginu alls hins besta," segir Ragnhildur Geirsdóttir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent