Lífið

Gleði og stolt á fjölskyldudegi

Það mátti sjá brosandi börn og stolta foreldra í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á fjölskyldudegi Íslenskrar ættleiðingar. Forsetahjónin komu í heimsókn við mikla hrifningu barnanna.

Félagið Íslensk ættleiðing hefur verið starfrækt frá árinu 1978 og hafa hundruð barna verið ættleidd hingað til lands fyrir tilstuðlan félagsins.

Ívar Egilsson fluttist til Íslands þegar hann var átta mánaða gamall. Hann er ánægður með þjóðahátíðina.

Á hátíðinni mátti sjá kynningar á þeim löndum sem íslenskir foreldrar hafa ættleidd börn sín frá.

Og í lokin tók mæðgnakórinn lagið við góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×