Sport

Rómverjar sektaðir

Það er jafnan heitt í kolunum þegar grannarnir í Róm eigast við
Það er jafnan heitt í kolunum þegar grannarnir í Róm eigast við NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnulið Roma hefur verið sektað um 25.000 evrur eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu smápeningi í höfuðið á dómaranum í grannaslag Roma og Lazio um helgina. Því miður eru atburðir sem þessi tíðir á Ólympíuleikvanginum í Róm, en stuðningsmenn liðanna beggja eru þekktir fyrir að vera ansi heitir.

Viðureign þessara sömu liða var flautuð af í mars árið 2004, eftir að aðskotahlutum rigndi yfir dómara leiksins og um haustið þurfti að flauta Evrópuleik Roma af þegar Anders Frisk dómari fór blóðugur af velli eftir að hafa fengið smápening í andlitið frá stuðningsmönnum Roma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×