Coppell styður Ívar 29. október 2005 13:14 MYND/Getty Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Sjá meira
Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Sjá meira