Sport

3 marka sigur á Norðmönnum

Íslenska handboltalandsliðið sigraði Norðmenn, 26-23 í morgun á 4 liða æfingamótinu í í Poznan í Póllandi og tryggðu sér þar með sigur á mótinu. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Ísland.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslands í leiknum með 10 mörk en næstir komu Jaliesky Garica og Markús Máni Michaelsson með 4 mörk, Sigfús Sigurðsson 2, Einar Hólmgeirsson 2, Ólafur Stefánsson 2, Alexander Pettersons 2 og Baldvin Þorsteinsson 1.

Guðjón Valur var markahæsti leikmaður mótsins með 25 mörk en hann og Ólafur Stefánsson voru valdir í úrvalslið mótsins. Guðjón var valinn besti vinstri hornamaðurinn og Ólafur besti miðjumaðurinn. Daninn Lars Christiansen varð næstmarkahæstur á mótinu með 19 mörk.



Ísland hafði áður lagt Pólverja að velli og gerði jafntefli við Dani en mótið er liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss sem fram fer eftir áramót. Pólverjar tryggðu sér 2. sætið á mótinu með 34-29 sigri á Dönum í lokaleik mótsins í dag. Íslendingar hlutu 5 stig í 3 leikjum en Pólverjar urðu í 2. sæti með 4 stig, Danir í 3. sæti með tvö og Norðmenn ráku lestina með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×