Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum 2. nóvember 2005 13:00 TJ Ford keyrir inn í teiginn hjá Philadelphia í nótt, en Chris Webber er til varnar NordicPhotos/GettyImages Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti