Lífið

Vetrarborgin beint á toppinn

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Vetrarborgin, fór beint á toppinn á metsölulista Pennans á fyrsta söludegi sem var í gær. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka hjá Pennanum, Eymundsson og Máli og menningu, seldist 131 eintak af bókinni í gær og sló hún þar með fyrra met Arnaldar sem sett var í fyrra þegar Kleifarvatn kom út á sama degi. Þá seldust 102 eintök. Bryndís segir þetta boða gott fyrir sölu bókarinnar og reiknar hún fastlega með því að Arnaldur verði metsöluhöfundur á Íslandi enn eitt árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×