Hjálpum þeim gefið aftur út 2. nóvember 2005 17:31 Hjálparsveitin svokallaða sem söng Hjálpum þeim fyrir um 20 árum. Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður ætla að gefa út nýja útgáfu af laginu „ Hjálpum þeim " . Stefnt er að því að lagið verði komið í sölu um næstu mánaðamót. Lagið Hjálpum þeim var fyrst hljóðritað árið 1986 og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Hópur þjóðþekktra söngvara söng í laginu, þar á meðal Bubbi Morthens, Diddú, Kristján Jóhannsson og Björgvin Halldórsson svo einhverjir séu nefndir. Að sögn Einars Bárðarsonar rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar rétt eins og árið 1986 þegar lagið var fyrst gefið út. Aðspurður um kveikjuna að útgáfunni segir Einar að það hafi komið til tals í samtölum hans, höfunda lagsins, Björgvins Halldórssonar og Þorvaldar Bjarna að vegna hörmunganna í kjölfar jarðskjálftans í Pakistan væri tækifæri til að reyna við lagið á nýjan leik og vonandi safna peningum sem Hjálparstofnun kirkjunnar gæti nýtt á svæðinu. Aðspurður hvort þeir hefðu þegar fengið vilyrði frá einhverjum söngvurum segir Einar að síðustu vikur hafi farið í alls kyns undirbúning og verið sé að byrja að hafa samband við þá söngvara sem þeir vilji að syngi í nýju útgáfunni. Hann eigi ekki von á öðru en að helstu söngstjörnur landsins taki vel í að syngja í nýju útgáfunni . Einar segir að aðstandendur verkefnisins hafi ekki enn sett sér nein markmið varðandi sölu. Hann vonist til þess að hin nýja útgáfa falli vel í kramið og fólk styðji framlagið. Nýja lagið verður tekið upp nú í nóvember og reiknað er með að það fari að hljóma á öldum ljósvakans upp úr miðjum mánuðinum. Platan er svo væntanleg í verslanir og lagið á Tónlist.is um næstu mánaðamót. Lífið Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira
Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður ætla að gefa út nýja útgáfu af laginu „ Hjálpum þeim " . Stefnt er að því að lagið verði komið í sölu um næstu mánaðamót. Lagið Hjálpum þeim var fyrst hljóðritað árið 1986 og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Hópur þjóðþekktra söngvara söng í laginu, þar á meðal Bubbi Morthens, Diddú, Kristján Jóhannsson og Björgvin Halldórsson svo einhverjir séu nefndir. Að sögn Einars Bárðarsonar rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar rétt eins og árið 1986 þegar lagið var fyrst gefið út. Aðspurður um kveikjuna að útgáfunni segir Einar að það hafi komið til tals í samtölum hans, höfunda lagsins, Björgvins Halldórssonar og Þorvaldar Bjarna að vegna hörmunganna í kjölfar jarðskjálftans í Pakistan væri tækifæri til að reyna við lagið á nýjan leik og vonandi safna peningum sem Hjálparstofnun kirkjunnar gæti nýtt á svæðinu. Aðspurður hvort þeir hefðu þegar fengið vilyrði frá einhverjum söngvurum segir Einar að síðustu vikur hafi farið í alls kyns undirbúning og verið sé að byrja að hafa samband við þá söngvara sem þeir vilji að syngi í nýju útgáfunni. Hann eigi ekki von á öðru en að helstu söngstjörnur landsins taki vel í að syngja í nýju útgáfunni . Einar segir að aðstandendur verkefnisins hafi ekki enn sett sér nein markmið varðandi sölu. Hann vonist til þess að hin nýja útgáfa falli vel í kramið og fólk styðji framlagið. Nýja lagið verður tekið upp nú í nóvember og reiknað er með að það fari að hljóma á öldum ljósvakans upp úr miðjum mánuðinum. Platan er svo væntanleg í verslanir og lagið á Tónlist.is um næstu mánaðamót.
Lífið Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira