Landsliðsþjálfari Þjóðverja telur að enska landsliðið hafi fulla burði til að verða heimsmeistari í Þýskalandi á næsta ári, en segir að Englendingar verði að gæta þess að setja ekki of mikla pressu á hinn unga Wayne Rooney.
"Rooney er án efa einn hæfileikaríkasti ungi knattspyrnumaðurinn í heiminum í dag. Hann hefur góða eðlisávísun, er sterkur og skapar mikla hættu með hlaupum sínum, skotum og sendingum. Ég vona samt hans vegna að fjölmiðlar á Englandi hengi ekki of mikla ábyrgð á herðar hans, því hann er bara tvítugur ennþá," sagði Klinsmann.
"Möguleikar enska liðsins ættu að vera góðir, því Englendingar hafa úr mjög sterkum hóp manna að moða. Gengi liðsins mun þó velta á góðum undirbúningi, dagsformi og smá heppni. Ég held að þeir séu tvímannalaust með sitt sterkasta lið í fjörutíu ár, eða síðan þeir urðu heimsmeistarar," sagði Klinsmann.