Innlent

Hundaeigendur taka til hendinni

Mynd/Vísir

Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu munu koma saman á Geirsnefi næstkomandi laugardag til skítatínslu. Einum hundaeiganda blöskrar hversu óduglegir hundeigendur væru að þrífa upp hægðir hunda sinna og hefur því hvatt hundaeigendur til að hittast og taka svæðið í gegn.

Dóra Ásgeirsdóttir, hundaeigandi í Hafnarfirði, segir að hundaeigendur sé sumir hverjir ekki nógu duglegir að þrífa upp eftir hunda sína og ástandið sé sums staðar mjög slæmt. Hún segir útivistarsvæðið á Geirsnefi, sem er staðsett á móti Ingvari Helgasyni ehf., vera eitt af vinsælustu útivistarsvæðunum fyrir hunda á höfuðborgarsvæðinu og því miður sé svæðið ekki nógu þrifarlegt. Hún segir að samskonar skítatínsluátak hafi verið gert áður og þá við Rauðavatn. Hún viðraði hugmynd sína á spjallsíðum hundaeigenda og sem tóku vel í hugmynd hennar. Hundaeigendur munu hittast klukkan tvö næstkomandi laugardag og hjálpast að við að þrífa svæðið. Félagar í Tryggi, hagsmunafélagi hundaeigenda, mun selja nammikúlur fyrir hunda á svæðinu en hundarnir eru að sjálfsögðu velkomnir með eigendum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×