Dagur Kári sópaði að sér Edduverðlaunum í gærkvöldi þegar kvikmynd hans, Voksne Mennesker fékk Edduna sem mynd ársins, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og bestu tónlistina.
Þegar Dagur Kári kom upp til að taka við fjórðu styttunni hafði hann að orðið að það væri eftil vill svolítið skrýtið að dönsk mynd fengi þessi
íslensku verðlaun, en spurði svo: " En eru íslendingar hvort sem er ekki búnir að kaupa Danmörku? Ágústa Eva Erlendsdóttir, öðru nafni Silvía Nótt, var valin sjónvarpsmaður ársins, Ilmur Kristjánsdóttir besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Stelpurnar, og Pálmi Gestsson besti leikarinn í aukahlutverki fyrir Áramótaskaup Sjónvarpsins. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra frá Mjóafirði var sérstaklega heiðraður á Eddu hátíðinni í gærkvöldi, en Kvikmyndasjóði var komið á laggirnar í hans ráðherratíð. Þá tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að ríkisstjórnin hefði ákveðið að auka fjárframlög til kvikmyndagerðar.