Innlent

Rúmlega fimmtán þúsund sóttu Októberbíófest

Októberbíófest lauk formlega í gær. Hátíðinstóðyfir frá 26. október í Háskólabíói og Regnboga og hlaut hún frábærar viðtökur hjá áhorfendum, erlendum gestum og gagnrýnendum. Alls sóttu 15.500 manns hátíðina sem gerir hana að annarri aðsóknarhæstu hátið þessa árs. Fyrr á árinuvar haldinstærstahátíð Íslandssögunnar, sem fékk 34.000 manns í aðsókn, sem þýðir að á þessu ári hefur Iceland Film Festival fengið samtals 49.500 gesti í bíó á þessu ári og er það væntanlega einhvers konar met.

Ferðalag mörgæsann var valin besta hátíðarinnar af gestum hennar. Þúsundir manna gáfu myndunum einkunn á netsíðu okkar og þegar öll atkvæði voru talin, voru það mörgæsirnar sem báru sigur af hólmi. Þetta þýðir að Luc Jacquet, sem var einn af gestum hátíðarinnar, er handafi Jökuls II.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×