Innlent

Hljóðrita nýja útgáfu Hjálpum þeim

Hópur íslenskra tónlistarmanna kom saman í Salnum í Kópavogi í dag til að hljóðrita viðlagskafla lagsins Hjálpum þeim. Samsöngurinn er svar við neyðarkalli frá Pakistan.

Árið 1985 tók hópur tónlistarmanna sig saman og söng lagið Hjálpum þeim inn á plötu sem síðar var seld til styrktar bágstöddum Í Afríku. Axel Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson sömdu lagið sem seldist í tug þúsundm eintaka. Nú tuttugu árum seinna hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn til að bregaðst við neyðinni sem nú ríkir í Pakistan. Upptökur eru á lokastigi og komu stórstjörnu saman í Salnum í Kópavogi í dag til þess að taka upp viðlagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×