San Antonio lagði Sacramento 22. nóvember 2005 13:30 Tim Duncan er hér í hörðum átökum við leikmenn Sacramento í nótt NordicPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn. San Antonio valtaði yfir Sacramento í fyrstu þremur fjórðungum leiksins í nótt, sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV, en þegar liðið hvíldi byrjunarliðsmennina í fjórða leikhlutanum náði Sacramento að búa til smá spennu í lokin. San Antonio náði þó að klára dæmið 96-93. Tony Parker skoraði 23 stig í leiknum og Tim Duncan var með 22 stig og 19 fráköst. Hjá Sacramento var Mike Bibby bestur með 33 stig. Philadelphia lagði New Orleans 103-91. Allen Iverson skoraði 24 stig, öll í fyrri hálfleik og gaf 9 stoðsendingar, en David West skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans. Andrew Bogut, nýliði Milwaukee sem valinn var númer eitt í nýliðavalinu í sumar, sneri aftur í Háskólafylki sitt Utah í nótt við frábærar undirtektir í Delta Center í Salt Lake City. Leikmenn Utah Jazz tóku þó ekki eins rausnarlega á móti nýliðanum ástralska og félögum hans í Milwaukee og sigruðu 100-80. Gordan Giricek skoraði 18 stig fyrir Utah og nýliðinn Deron Williams skoraði 10 stig og gaf 10 stoðsendingar, en Michael Redd var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 25 stig. Að lokum sigraði Golden State lið New Jersey 100-97. Miklu munaði um fjarveru Vince Carter hjá New Jersey, en hann meiddist í fyrri hálfleik og óvíst er hvort hann verður með í næstu leikjum. Richard Jefferson skoraði 23 New Jersey og Nenad Krstic skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst, en Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn. San Antonio valtaði yfir Sacramento í fyrstu þremur fjórðungum leiksins í nótt, sem var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV, en þegar liðið hvíldi byrjunarliðsmennina í fjórða leikhlutanum náði Sacramento að búa til smá spennu í lokin. San Antonio náði þó að klára dæmið 96-93. Tony Parker skoraði 23 stig í leiknum og Tim Duncan var með 22 stig og 19 fráköst. Hjá Sacramento var Mike Bibby bestur með 33 stig. Philadelphia lagði New Orleans 103-91. Allen Iverson skoraði 24 stig, öll í fyrri hálfleik og gaf 9 stoðsendingar, en David West skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans. Andrew Bogut, nýliði Milwaukee sem valinn var númer eitt í nýliðavalinu í sumar, sneri aftur í Háskólafylki sitt Utah í nótt við frábærar undirtektir í Delta Center í Salt Lake City. Leikmenn Utah Jazz tóku þó ekki eins rausnarlega á móti nýliðanum ástralska og félögum hans í Milwaukee og sigruðu 100-80. Gordan Giricek skoraði 18 stig fyrir Utah og nýliðinn Deron Williams skoraði 10 stig og gaf 10 stoðsendingar, en Michael Redd var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 25 stig. Að lokum sigraði Golden State lið New Jersey 100-97. Miklu munaði um fjarveru Vince Carter hjá New Jersey, en hann meiddist í fyrri hálfleik og óvíst er hvort hann verður með í næstu leikjum. Richard Jefferson skoraði 23 New Jersey og Nenad Krstic skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst, en Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Golden State.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira