Innlent

Allir velkomnir til Karmelsystra

Hafnarfjörður
MYND/Róbert

Það eru margir sem heimsækja Karmelsystur í Hafnarfirði fyrir jólin enda taka þær öllum opnum örmum. Í lítilli verslun í klaustrinu gætir ýmissa grasa.

Systurnar lifa að næstum öllu leyti innan veggja klaustursins. Þar stunda þær bænahald auk þess að útbúa hluti sem þær selja í lítilli verslun í klaustrinu. Þær útbúa flest alla hluti sem eru í verslun þeirra sjálfar en ágóðinn fer í að reka klaustrið og til að aðstoða veik börn. Litla verslunin þeirra er opin frá 9 á morgnana til 9 á kvöldin alla daga nema sunnudaga. Þar má finna handmáluð kerti sem þær útbúa eftir óskum, handgerðar jólajötur, krossa og margt fleira. Þær eru líka með bás í jólaþorpinu í Hafnarfirði um helgar frá klukkan tólf til sex á daginn. Systir Agnes sem er príorína í klaustrinu segir að það séu margir sem heimsækji þær systurnar. Fyrir jólin koma margir til þeirra á Ölduslóðina í Hafnarfirði til að heilsa upp á þær og til að óska þeim gleðilegra jóla

Margir hafa samband við systurnar og biðja þær að biðja fyrir sér, aðstandendum sínum og öðrum sem eiga um sárt að binda. Þær bera Íslendingum vel söguna. Systir Agnes segir að þeim líði vel á Íslandi og þeim finnast Íslendingar gott fólk. Þær eru ánægðar með að geta þjónað íslensku þjóðinni með fyrirbænum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×