Lífið

Höggva jólatréið sitt sjálfir

MYND/Heiða

Með hverju árinu fjölgar þeim sem halda út í skóg fyrir jólin til að höggva sjálfir sitt jólatré. Á sunnudaginn næsta býður Skógræktin í Reykjavík fólki að koma og höggva sér jólatré gegn hæfilegu gjaldi.

Hjá mörgum er það orðin hefð að koma í Heiðmörkina og höggva sér jólatré, en í kringum þrjú til fjögur hundruð fjölskyldur koma árlega í Heiðmörkina og höggva sér sitt eigið jólatré. Ólafur Erling Ólafsson, skógarvörður í Heiðmörkinni segir að fleiri og fleiri nýti sér þetta. Þetta sé að aukast alls staðar á landinu. Hann telur jafnframt að ríkari hefð skapist fyrir svona ferðum þegar þau börn sem alast upp við ferðirnar eldast.

Margir hópar frá fyrirtækjum hafa nú þegar haldið í skógarhöggsferð í Heiðmörkin og jólastemmingin er mikil þrátt fyrir snjóleysið. Að sögn Ólafs var snjór fyrstu helgina sem þetta var en ekki hefur mikið borið á honum síðan þá. Þeir sem hafa áhuga á að höggva sitt eigið tré geta mætt í Hjalladal í Heiðmörk á sunndaginn 18. desember milli 11:00 og 15:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×