Metviðskipti í Kauphöll eftir sölu í Íslandsbanka 10. janúar 2006 00:01 Allt á uppleið. Hlutabréf hækkuðu talsvert í metviðskiptum eftir að greint var frá sölu Straums á 21 prósenta hlut í Íslandsbanka. Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi. Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira