Bikarmeistari með Bregenz 20. febrúar 2006 08:00 Dagur Sigurðsson Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka." Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka."
Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira