Horfur á frekari vaxtahækkunum í Evrópu 8. mars 2006 09:24 Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum. Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent