Styðja þarf bankana í kynningu á aðstæðum hér 10. mars 2006 00:20 Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans segir litlu muna á dreifingu gjalddaga lána hjá íslenskum bönkum og erlendum. Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg, segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru norrænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissulega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrirtæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Hjá Moodys er fólk sem unnið hefur sem sérfræðingar í íslenskum málefnum í hálfan annan áratug, bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi sína. Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. En bestu greiningarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál, segir hann og bætir við að mikill misskilningur sé í því fólginn að skipulag endurfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem annars staðar gerist í Evrópu. Auðvitað er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endurgreiðslu á hverju ári. Svo er til viðbótar einhver hluti í skammtímafjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka, segir hann og áréttar mikilvægi þess að hlutir séu ekki málaðir svartari litum en efni standa til. Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg, segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru norrænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissulega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrirtæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. Hjá Moodys er fólk sem unnið hefur sem sérfræðingar í íslenskum málefnum í hálfan annan áratug, bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi sína. Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. En bestu greiningarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál, segir hann og bætir við að mikill misskilningur sé í því fólginn að skipulag endurfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem annars staðar gerist í Evrópu. Auðvitað er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endurgreiðslu á hverju ári. Svo er til viðbótar einhver hluti í skammtímafjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka, segir hann og áréttar mikilvægi þess að hlutir séu ekki málaðir svartari litum en efni standa til.
Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira