Metár í sögu Kauphallarinnar 22. mars 2006 00:01 Horft til framtíðar. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings hf., og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands og framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, horfa yfir sviðið á aðalfundi Verðbréfaþings sem haldinn var á fimmtudaginn var. MYND/E.Ól. Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum. Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum.
Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira